Láki Tours býður upp á ferðir frá þremur stöðum á landinu; frá Ólafsvík og Hólmavík. Við virðum dýrin með því að nálgast þau varlega og rólega og reynum okkar allra besta að trufla þau sem minnst í sínu náttúrulega umhverfi. Ferðirnar okkar eru í senn skemmtilegar og fræðandi fyrir unga jafnt sem aldna.

Hvalaskoðun frá Ólafsvík

Hvalaskoðun frá Ólafsvík

Í þessari einstöku ferð er farið út á haf í leit að hvölum með Snæfellsjökulinn í bakgrunni. Hvergi á landinu eru meiri líkur á að sjá tannhvali svo sem háhyrninga, búrhvali og grindhvali heldur en við strendur Snæfellsness. Oft fáum við einnig að sjá hnúfubaka, höfrunga og hrefnur og því óhætt að segja að Snæfellsnesið sé sannkallaður fjársjóður fyrir hvalaunnendur.

Lengd: ca. 3 klst

Tímabil: 15. febrúar – 30. September

Loading...
Hvalaskoðun frá Hólmavík_Hvalaskoðun á Íslandi

Hvalaskoðun frá Hólmavík

Hvalaskoðun í kyrrðinni á Vestfjörðum er engri lík. Steingrímsfjörðurinn iðar ekki bara af lífi heldur er hann einstaklega veðursæll og því afar notalegt að sigla hann. Tilvalin ferð fyrir fjölskyldur eða þá sem eiga það til að verða sjóveikir.

Lengd: ca. 2 klst

Tímabil: 1. júní – 15. Október

Loading...