Hvalaskoðun frá Hólmavík á Ströndum!

Home / News / Hvalaskoðun frá Hólmavík á Ströndum!

Við hjá Láka Tours erum mjög stolt að hefja hvalaskoðun frá Hólmavík á Ströndum.

Við munum byrja ferðir 15 júni 2017 og sigla fram til endaðan ágúst þetta fyrsta sumar.

Láki Tours hefur boðið uppá bátsferðir frá Snæfellsnesi, bæði hvalaskoðun, lundaskoðun og sjóstöng, og nú viljum við bjóða gestum sem fara um Vestfirði og Strandir upp á tækifæri til að njóta ferða með okkur í stórbrotinni náttúru Steingrímsfjarðar.

Steingrímsfjörður er þekktur fyrir mikið hvala- og fuglalíf og mikla nátturufegurð. Mikið er af Hnúfubak rétt fyrir utan og nálægt Hólmavík á sumrin. Hnúfubakur er einn af vinsælustu hvölum sem ferðamaðurinn sækist eftir að sjá í heiminum. Aðrar tegundir er þó einnig að finna þar, svo sem Hrefnu og Höfrunga. En einstaka sinnum bregður fyrir Háhyrning, Búrhval, Grindhval og jafnvel Steypireyð!

Það er því mjög spennandi að byrja hvalaskoðun frá Hólmavík, í nýju umhverfi, upplifa og kanna hvað er að finna á þessum fallega stað.

Skipstjórinn er heimamaður, Már Ólafsson. Hólmvíkingur sem þekkir svæðið vel og veit því best hvar er helst að finna hvalina. Okkar reyndasti hvalaleiðsögumaður, Judith Scott, mun einnig vera um borð, en hún hefur unnið um allan heim með Hnúfubökum sem og öðrum hvölum.

Við hjá Láka Tours bjóðum uppá ábyrga hvalaskoðun og fylgjum leiðbeiningum frá Icewhale sem og vinnum með hvala rannsóknar og nátturuverndar samtökum. Markmið okkar er að njóta náttúru og dýralífs án þess að skaða umhverfið og veita með því gestum okkar sem bestu upplifun og góðar minningar.

Við hlökkum til að vinna með Strandamönnum og Vestfirðingum og vonumst eftir góðu og farsælu samstarfi.

Hvalaskoðun frá Hólmavík_Hvalaskoðun á Íslandi

Hvalaskoðun frá Hólmavík

Hvalaskoðun í kyrrðinni á Vestfjörðum er engri lík. Steingrímsfjörðurinn iðar ekki bara af lífi heldur er hann einstaklega veðursæll og því afar notalegt að sigla hann. Tilvalin ferð fyrir fjölskyldur eða þá sem eiga það til að verða sjóveikir.

Lengd: ca. 2 klst

Tímabil: 1. júlí – 15. september

Loading...
Related Posts